Velkomin

Gistiheimilið Ormurinn er staðsett að Fagradalsbraut 9, n.t. á efri hæð pósthússins á Egilsstöðum.
Gistiheimilið er tilvalinn dvalarstaður til að njóta Egilsstaða og nærumhverfis.

Sjá meira

Aðstaða

  • Fjögur tveggja manna herbergi
  • Eitt tveggja manna herbergi (koja)
  • Setustofa með sjónvarpi
  • Litlar svalir
  • Fullbúið eldhús
  • Tvö salerni, þar af eitt með sturtu
  • Frítt internet

Innskráning

Móttaka og afhending lykla yfir sumarmánuði (1 júní- 15. September 2013) verður í móttöku Ferðaþjónustunnar á Skipalæk, 3 km norðan við Egilsstaði, nánar tiltekið í jaðri Fellabæjar. Fyrir innskráningu utan sumarmánaða vinsamlegast hringið í 852 1004 eða sendið tölvupóst á [email protected].

Leiðbeiningar að Skipalæk
Ef komið er að norðan eftir þjóðvegi 1 er beygt til hægri við gatnamót hjá bensínstöð Olís í Fellabæ og keyrt áfram um 400 metra þar sem sést skilti merkt Skipalæk. Ef komið er að sunnan eftir þjóðvegi 1 er beygt til vinstri við gatnamót hjá bensínstöð Olís. Skipalækur er við veg 931.

Upplýsingar

Gistiheimilið Ormurinn var stofnað vorið 2012 og var fyrsta gistinóttin í júlí sama ár. Nafnið er vísun til forsögulegs skrímslis, Lagarfljótsormsins, sem býr í Lagarfljóti og sést af og til. Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á notalega og ódýra gistingu í hjarta Egilsstaða. Í göngufæri eru allar helstu verslanir, stofnanir, veitingastaðir og afþreying, s.s. Sundlaug Egilsstaða, Safnastofnun Austurlands ofl. Egilsstaðir eru tilvalinn dvalarstaður þegar ferðast er um Austurland, hvort sem farið er um firði, upp til fjalla eða út að sjó.

Gistiheimilið samanstendur af fimm notalegum tveggja manna herbergjum, þar af einu með koju. Einnig er möguleiki að bæta inn aukarúmi í tvö stærstu herbergin. Öll rúm eru uppábúin með tveimur handklæðum á mann. Önnur aðstaða er sameiginleg, rúmgóð setustofa með litlum svölum, fullbúið eldhús og baðherbergi. Þráðlaust internet er gestum að kostnaðarlausu.

Hægt er að leigja allt gistiplássið sem íbúð með fimm herbergjum eða stök herbergi. Hægt er að leita tilboða fyrir lengri dvöl.

Hafa sambandLeiðbeiningar að Gistiheimilinu Orminum

Ef komið er að norðan eftir þjóðvegi 1 er beygt til vinstri við aðalvegamót á Egilsstöðum við bensínstöðina N1 og keyrt u.þ.b. 300 metra upp eftir Fagradalsbraut þangað til komið er að krossgötum við bensínstöð Shell. Þá er beygt til vinstri eftir Tjarnarbraut og strax aftur til vinstri við veitingastaðinn Café Nielsen. Gistiheimilið er á efri hæð pósthússins við enda götunnar.

Ef komið er að sunnan eftir þjóðvegi 1 er beygt til hægri við aðalvegamót á Egilsstöðum við bensínstöðina N1 og keyrt u.þ.b. 300 metra upp eftir Fagradalsbraut þangað til komið er að krossgötum við bensínstöð Shell. Þá er beygt til vinstri eftir Tjarnarbraut og strax aftur til vinstri við veitingastaðinn Café Nielsen. Gistiheimilið er á efri hæð pósthússins við enda götunnar.

Ef komið er að sunnan frá Reyðarfirði á stofnvegi 92 er beygt til hægri á krossgötum við bensínstöð Shell og strax til vinstri við veitingastaðinn Café Nielsen. Gistiheimilið er á efri hæð pósthússins við enda götunnar.

Skipalækur.is | East.is | Sundlaugar á Fljótsdalshéraði | Lagarfljótsormurinn